Inni eða úti? eftir Auðun Arnórsson

Fín handbók um hvernig aðildarviðræður við Evrópusambandið ganga fyrir sig. Höfundur reynir að gera sér í hugarlund hvernig þær muni ganga fyrir sig fyrir Íslendinga út frá reynslu annarra ríkja og forminu á aðildarviðræðunum yfirleitt. Bókin kom út fyrri part árs 2009, þ.e. áður en Alþingi samþykkti að fela ríkisstjórn Íslands að sækja um aðild að ESB. Bókin getur því auðvitað ekki verið annað en spekúlatív og það hefur auðvitað margt gerst síðan, bæði í aðildarviðræðunum sjálfum og í umrótinu á Íslandi og úti í Evrópu, sem hefur breytt þeirri mynd sem dregin er upp í bókinni.

En flest heldur nú samt, sérstaklega það sem byggir á formi aðildarviðræðnanna og reynslu annarra ríkja af ferlinu.

Ekki er að sjá af bókinni að Ísland hafi sérstaka ástæðu til svartsýni. Það eru ekki margir kaflar sem verða miklir átakakaflar í þessum viðræðum (nú veit maður samt auðvitað lítið hvað er að gerast í raun við samningaborðið þessi misserin) og höfundur bendir á mörg rök því til stuðnings að lausnir kunni að vera við helstu ásteitingarsteinana, t.d. um sjávarútvegskaflann.

Hann leynir því samt ekkert þegar hann telur að þetta og hitt gæti orðið erfitt að semja um. Það leikur lítill vafi á því að höfundi finnst það skynsamlegur kostur að Ísland sæki um aðild að ESB en honum tekst samt vel að skila fremur hlutlausum texta þar sem hann byggir á staðreyndum og reynslu annarra. Kannski er ég reyndar ónæmur fyrir einhverju sem kann að stuða harða ESB-andstæðinga, enda er ég ekki einn af þeim.

Bókin geldur fyrir það hjá mér að vera hálfpartinn handbók og þess vegna forgangsraðaði ég því ekki að lesa hana í einu rykk. Úr varð því fyrsta törn einhvern tíma árið 2009, önnur törn í fyrrasumar og svo hespaði ég henni af núna.

Kannski er þessi bók reyndar við það að verða úreld þar sem hið raunverulega samningsferli er nú aðalviðmiðið um hvað er að gerast í raun og veru. En það er auðvitað ekki höfundinum að kenna – meira lesandanum sem slóraði í þrjú ár við að klára þunnt kver. En þetta er, eftir sem áður, góð handbók um hvernig samningaferlið gengur fyrir sig.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under íslenskar bókmenntir, fræðibækur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s