Slaget om svenskheten eftir Anna-Lena Lodenius og Mats Winborg

Nú er ég búinn að lesa tvær bækur um Sverigedemokraterna á stuttum tíma og því bara orðinn nokkuð vel að mér um þennan flokk.

Þessa bók keypti ég mér í Stokkhólmi þegar ég var þar fyrir 2-3 árum en tók loks skurk í því að lesa hana núna.

Bókin gefur sig út fyrir það að taka fyrir rök Sverigedemokraterna í ýmsum málaflokkum og færa fram mótrök. Henni tekst vissulega að sýna fram á hversu ósamhangandi, illa rökstudd, mótsagnakennd og stundum óskiljanleg stefna Sverigedemokraterna er.

En hún er samt allt og gildishlaðin og oft byggð á veikum rökum til þess að hægt sé að kalla hana solid fræðirit. Það er of mikið um alhæfingar út frá einstökum dæmum og ummælum og of mikill vilji til að skilja það sem kann að orka tvímælis á versta veg. Ég efast reyndar ekkert sérstaklega um það að niðurstaða bókarinnar sé í sjálfu sér rétt og sönn, þ.e. að Sverigedemokraterna sé eins máls flokkur sem kenni innflytjenda,,vandamálinu“ um öll vandamál í Svíþjóð og hafi ekkert vitrænt fram að færa í öðrum málaflokkum. Það vantar hins vegar góðan rökstuðning fyrir þessari niðurstöðu.

Þannig að þetta er mun frekar veikt debatrit en nokkurn tíma almennileg fræðibók.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, fræðibækur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s