Aldrig fucka upp eftir Jens Lapidus

Ég hlustaði á fyrsta krimmann eftir Jens Lapidus fyrir einhverju síðan og fannst hann þá vera með því ferskasta lengi í skandinavíska krimmanum. Bækurnar hans eru dálítið öðruvísi en þessar klassísku með miðaldra, þunglynda rannsóknarlögreglumanninum. Þessar varpa ljósinu á stóra sviðið í undirheimum Stokkhólms og Svíþjóðar (þeir sem halda að Malmö sé mesta glæpaborg Svíþjóðar ættu að tékka á Lapidus. Eftir það á það ekki að koma nokkrum manni á óvart, sem rétt er, að Stokkhólmur er helsta glæpaborg Svíþjóðar).

Þetta er skrifað á hráu götumáli, í miklum skeytastíl og með fullt af slettum og styttingum.

Mér skilst að þetta sé á toppnum í útlánum í fangelsunum í Svíþjóð, þannig að eitthvað bendir til þess að Lapidus nái ágætlega utan um að fanga eitthvað satt og rétt í efnistökum sínum um stokkhólmsku undirheimana.

Kannski er ég ekki alveg nógu mikið í sama markhópnum og lánþegar í sænskum fangelsum. Alla vega varð ég fljótt þreyttur á þessari bók númer tvö en kláraði hana þó í einhverri þrjósku (eins og stundum áður). Ég er reyndar með hálfa myndasögu eftir Lapidus einhvers staðar ókláraða og sjálfsagt klára ég hana en að öðru leyti held ég að ég nenni ekki Lapidus meir.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, skáldskapur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s