Barça: A People’s Passion eftir Jimmy Burns

Hin ágætasta bók um sögu fótboltastórveldisins FC Barcelona, lipurlega skrifuð og fróðleg. Aðalgallinn við hana er kannski sá að hún kom út í kringum síðustu aldamót (hefur síðan verið endurútgefin) og þess vegna er síðasti áratugur ekki með – sá tími sem líklega er mesta gullöld félagsins. Jimmy þessi Burns hefði að ósekju mátt bæta einum slíkum gylltum kafla við síðustu endurútgáfu bókarinnar, sérstaklega þar sem bókarkápan sýnir hetjurnar frá vorum tíma – sem síðan ekkert koma við sögu.

FC Barcelona er „Més que un club“, eins og þeir segja sjálfir, og sagan er því líka meira en bara saga fótboltafélags. Hér kemur inn saga borgarinnar, saga þjóðar undir oki frankóískra fasista og saga rígs milli katalónskrar þjóðerniskenndar og miðstýrða Madrídar-aflsins.

Fín bók, sem sagt.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, fræðibækur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s