Laxdæla saga eftir einhvern

Áfram heldur hefðin að hlusta á eina Íslendingasögu í mestu frosthörkunum í janúar og febrúar sirka. Núna var það Laxdæla.

Þetta las maður í menntaskóla og eitthvað af því rifjast upp en flestu var maður auðvitað búinn að gleyma.

Eins og venjulega er maður of heimskur til þess að átta sig á öllu þessu mannanafna- og ættartöluflóði sem reglulega brestur á með en þess á milli er þetta þessi venjulega heimskulega hetju- og örlagasaga um það að maður barasta neyðist til að drepa af því að það var einhver sem drap vin manns eða bróður manns eða eitthvað. Eða bara af því að hann, þarna einhver, móðgaði þig svo mikið að þú neyðist til að drepa hann. Og svo neyðist bróðir hans til þess að drepa þig af því að þú drapst bróður hans.

Nú þarf maður kannski að fara að lesa Gerplu, paródíuna á allan þennan víðáttuheimskulega kúltúr sem Íslendingasögurnar spretta upp úr og var dáður og dýrkaður af Íslendingum langt fram á síðustu öld og það er jafnvel til fólk enn sem í alvörunni finnst þetta ekki heimskulegt heldur hetjulegt og flott.

Þessi karlpunga-drepa-drepa saga endalaust verður voðalega þreytandi eftir því sem á líður og maður hrósar happi yfir því að hafa ekki fæðst fyrr á Íslandi og hafa meira að lesa en þessi eintóna drepleiðindi með þessum kjánalega harðhausaboðskap sem er ekki hótinu skárri eða viturlegri en réttlætiskennd og heimssýn handrukkara eða einhverra álíka rudda.

En ég meina, ég held samt áfram í hefðina á næsta ári. Það er enginn sem segir að hefðir þurfi að meika sens.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under bækur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s